Geð [2] (1988-2001)

Geð var samstarfsverkefni þeirra Orra Harðarsonar og Birgis Baldurssonar en heimildir um það verkefni eru af afar skornum skammti. Þeir Orri og Birgir munu hafa byrjað að vinna saman undir þessu nafni þegar þeir unnu við sólóplötu Önnu Halldórsdóttur sem kom út 1998. Tveimur árum síðar áttu þeir félagar lag sem kom út á plötu…

Afmælisbörn 12. desember 2018

Glatkistan hefur á skrá sinni í dag þrjú tónlistartengd afmælisbörn: Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari er fimmtíu og eins árs gamall í dag, hann nam söng hér heima og á Ítalíu, hefur starfað m.a. í Íslensku óperunni, með Frostrósum og Mótettukórnum og haldið fjölda tónleika á Íslandi og erlendis. Jóhann Friðgeir hefur gefið út nokkrar sólóplötur…

Tregablandin lífsgleði (1988)

Tregablandin lífsgleði var ein af fjölmörgum hljómsveitum af Akranesi sem skörtuðu Orra Harðarsyni en sveitin keppti í Músíktilraunum vorið 1988. Meðlimir sveitarinnar voru auk Orra sem lék á bassa, Pétur H. Þórðarson söngvari og gítarleikari, Ingimundur Sigmundsson gítarleikari og Bjarni Hjaltason trommuleikari. Sveitin kom ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna.

Afmælisbörn 12. desember 2014

Tvö afmælisbörn í dag: Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór á afmæli og er 47 ára, hann nam söng hér heima og á Ítalíu, hefur starfað m.a. í Íslensku óperunni, með Frostrósum og Mótettukórnum, auk þess að syngja á plötum annarra tónlistarmanna. Jóhann Friðgeir hefur gefið út fjórar sólóplötur. Orri Harðarson trúbador er 42 ára, hann vakti…