Afmælisbörn 16. desember 2025

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Tónlistarkonan Rakel Mjöll Leifsdóttir er þrjátíu og sex ára gömul á þessum degi. Rakel Mjöll vakti fyrst athygli í söngkeppni Samfés og hefur m.a.s. keppt í undankeppni Eurovision en hefur fyrst og fremst verið þekkt sem söngkona hljómsveita eins og Útidúr og Dream wife sem hefur…

Hæfileikakeppni Safarí [tónlistarviðburður] (1984-85)

Hæfileikakeppni kennd við skemmtistaðinn Safarí við Skúlagötu var haldin sumarið 1984 í tvígang á vegum umboðsskrifstofunnar Sóló og þriðja keppnin var svo haldin árið eftir. Margt er óljóst varðandi þessa/r keppni/r. Efnt var til keppni fyrir hæfileikaríkt fólk á tónlistarsviðinu undir merkjum Hæfileikakeppni Safarí sumarið 1984 og var hljómsveit sett saman til að leika undir…

Frumskógaredda (1991)

Hljómsveitin Frumskógaredda starfaði um skamman tíma sumarið 1991 og lék þá m.a. á tónleikum í tengslum við óháðu listahátíðina Loftárás á Seyðisfjörð, sem haldin var í Reykjavík. Frumskógaredda hafði verið stofnuð um vorið 1991 upp úr Út úr blánum þegar mannabreytingar urðu í þeirri sveit en meðlimir voru þau Laurie Driver trommuleikari, Ósk Óskarsdóttir söngkona…

Th ok Seiðbandið (1995-98)

Seiðbandið var tónlistarhópur starfandi síðari hluta tíunda áratugarins undir stjórn fjöllistamannsins Tryggva Gunnars Hansen. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær saga Seiðbandsins hefst en hópinn ber fyrst á góma í fjölmiðlum haustið 1995. Tryggvi Gunnar Hansen (Th), sem þá bjó í Grindavík, kom þá fram með sveitina í tengslum við myndlistasýningu hans og Sigríðar Völu Haraldsdóttur…

Út úr blánum (1991)

Út úr blánum var skammlíf nýbylgjusveit sem starfaði árið 1991. Meðlimir hennar voru Ósk Óskarsdóttir hljómborðsleikari og söngvari, Ingimar Bjarnason gítarleikari, Gaukur Úlfarsson bassaleikari og Laurie Driver trommuleikari. Alain McNicol gítarleikari var einnig um skamman tíma í sveitinni. Sveitin kom einungis þrisvar sinnum fram opinberlega en breytti um nafn þegar Gaukur hætti og Gunnþór Sigurðsson…