Seðlar (1982-88)

Litlar heimildir er að finna um ballhljómsveitina Seðla frá Borgarnesi en hún starfaði um árabil þar í bæ. Staðfest er að Seðlar voru starfandi á árunum 1982-90, hugsanlega með hléum, en mögulega var hún starfandi mun lengur. 1990 voru í sveitinni Vignir Sigurþórsson söngvari og gítarleikari, Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Pétur Sverrisson söngvari og bassaleikari og…

Pez [3] (1997)

Hljómsveit að nafni Pez var starfandi 1997, að öllum líkindum í Borgarnesi en sveitin spilaði nokkuð á þeim slóðum. Meðlimir Pez voru Símon Ólafsson söngvari og bassaleikari, Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Hafsteinn Þórisson gítarleikari og Pétur Sverrisson söngvari og gítarleikari. Einhverjir Pez-liða höfðu verið í hljómsveitinni Túrbó sem starfaði lengi í Borganesi.

Draumalandið [1] (1990-96)

Hljómsveitin Draumalandið úr Borgarnesi var starfandi upp úr 1990 og innihélt þá Einar Þór Jóhannsson söngvar og gítarleikara, Lárus Má Hermannsson söngvara og trommuleikara trommuleikara, Pétur Sverrisson söngvara og bassaleikara og Ríkharð Mýrdal Harðarson hljómborðsleikara. Þannig skipuð átti sveitin lög á safnplötunni Landvættarokk árið 1993 og leikur Pétur Hjaltested þar á hljómborð auk Ríkharðs. 1996…