Afmælisbörn 17. september 2025

Tónlistartengdu afmælisbörn Glatkistunnar eru sex í þetta skipti: Smári Jósepsson gítarleikari eða bara Smári Tarfur er fjörutíu og níu ára gamall í dag. Tarfurinn hefur starfað með alls kyns ólíkum sveitum eins og Quarashi, Spitsign, Ylju, Belford, Porker og dúettnum Hot damn, og hefur einnig gefið út fjölda sólóplatna og m.a. efni sem hann samdi…

Húskarlar í óskilum (2008)

Húskarlar í óskilum var dúett þeirra Jóns Sigurðar Eyjólfssonar og Péturs Valgarðs Péturssonar en þeir félagar hafa starfað saman í hljómsveitum í gegnum tíðina. Húskarlar í óskilum virðist þó ekki hafa verið starfandi hljómsveit heldur einungis hljóðversverkefni þeirra félaga þar sem þeir gáfu út árið 2008 ellefu laga plötu undir heitinu Hlemmur-Hlíðarendi þar sem þeir…

So what (1995-97)

So what var djassband sem starfaði undir lok síðustu aldar, sveitin var að öllum líkindum FÍH-band en hún sérhæfði sig í tónlist frá árunum 1930-60. So what var stofnuð árið 1995, líklega um haustið og fljótlega hóf hún að leika fyrir matargesti og fyrir dansi á Hótel Borg þar sem hún kom oftast fram, en…

Ber að ofan (1987-91)

Hljómsveitin Ber að ofan (stundum ranglega nefnd Berir að ofan) var sex manna reykvísk sveit sem í upphafi var tríó stofnað árið 1987 í Árbæjarskóla. Sveitin var starfandi 1990 og keppti það árið í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru þá Ágúst Orri Sveinsson trommuleikari, Agnar Már Magnússon hljómborðsleikari, Karl Jóhann Bridde söngvari, Óttar Guðnason bassaleikari,…