Sverrir Guðjónsson (1950-)

Líklega eru fáir sem hafa komið að íslenskri tónlist með jafn fjölbreytilegum hætti sem söngvari en Sverrir Guðjónsson en hann hefur sungið bæði á tónleikum og á plötum sem barnastjarna, gömludansasöngvari, þjóðlagasöngvari, poppsöngvari, spunadjasssöngvari, kórsöngvari og kontratenórsöngvari með áherslu á barrokk og endurreisnartónlist en hann hefur einnig leikið á trommur, gítar og píanó, komið fram…

Pónik [1] (1962-63)

Hljómsveitin Pónik frá Akureyri starfaði í um eitt ár og var skipuð ungum tónlistarmönnum. Hún var stundum nefnd Pónik og Bjarki. Meðlimir Pónik voru Garðar Karlsson gítarleikari [?], Örn Bjarnason gítarleikari [?], Kristján Gunnarsson orgelleikari [?], Jörundur Guðmundsson trommuleikari (síðar skemmtikraftur og eftirherma) og Bjarki Tryggvason söngvari og bassaleikari [?] (síðar kenndur við Póló og…

DRON [1] (1969)

Danshljómsveit Reykjavíkur og nágrennis (hin fyrri) eða bara DRON var í raun hljómsveitin Pónik og Einar sem gekk undir þessu nafni um tíma árið 1969. Ekki liggur fyrir hverjir nákvæmlega voru í sveitinni á þessum tímapunkti en þeir voru fjórir talsins ef marka má myndina sem fylgir.