Andlát – Björgvin Gíslason (1951-2024)

Tónlistarmaðurinn Björgvin Gíslason er látinn, á sjötugasta og þriðja aldursári. Björgvin fæddist haustið 1951, hann var Reykvíkingur og ól þar manninn mest alla tíð. Hann var að mestu sjálflærður í tónlistinni, lærði þó lítillega á píanó en er auðvitað þekktastur fyrir gítarleikni sínam, hann lék þó einnig á fjölda annarra hljóðfæra s.s. píanó, hljómborð og…

Flosi Ólafsson (1929-2009)

Flestir þekkja nafn Flosa Ólafssonar leikara sem einnig var kunnur fyrir störf sín innan leikhússins sem leikstjóri og revíu- og leikritaskáld en hann var jafnframt rithöfundur, pistlahöfundur, hagyrðingur, þýðandi, höfundur áramótaskaupa Sjónvarpsins, kvikmyndaleikari og margt annað. Tónlist kom víða við sögu á ferli Flosa og framlag hans til Stuðmannamyndarinnar Með allt á hreinu er flestum…

Óttar Felix Hauksson (1950-)

Óhætt er að tala um Óttar Felix Hauksson sem athafnamann en hann fer mikinn í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur, hvort sem það tengist tónlist eða öðru. Óttar Felix fæddist 1950, hann söng í kór á barnsaldri og mun hafa afrekað að syngja einsöng með þeim kór í útvarpsútsetningu. Á unglingsárum mun…

Pops [1] (1966-70)

Hljómsveitin Pops var fyrsta hljómsveit Péturs Kristjánssonar en hún starfaði um fimm ára skeið á tímum bítla-, hippa- og proggrokks. Tíð mannaskipti einkenndu Pops. Pops var stofnuð í Laugalækjarskóla vorið 1966 og var eins konar skólahljómsveit þar en Pétur var þá aðeins fjórtán ára og nýfermdur, aðrir meðlimir sveitarinnar sem voru á svipuðu reki voru…