Skriðjöklar (1983-)

Akureyska hljómsveitin Skriðjöklar nutu töluverðra vinsælda á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar fyrir lög eins og Tengja, Hesturinn, Steini, Mikki refur og Aukakílóin sem öll mætti flokka sem eins konar gleðipopp með grínívafi, sveitin var einnig þekkt fyrir að vera skemmtileg á sviði og almennt sprell þegar kom að viðtölum, myndbandagerð, myndatökum o.þ.h. Segja…

Bölvar og Ragnar (?)

Hljómsveitin Bölvar og Ragnar starfaði á einhverjum tímapunkti, hugsanlega í kringum 1990 en hún innihélt m.a. söngvarann Ragnar Gunnarsson (oft nefndur Raggi Sót) sem þekktastur er sem söngvari Skriðjökla frá Akureyri. Engar upplýsingar finnast um þessa sveit, hverjir aðrir skipuðu hana, hvenær, hversu lengi og hvar hún starfaði, og væru þær því vel þegnar.

Afmælisbörn 11. apríl 2018

Á þessum degi eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar hvorki fleiri né færri en sex talsins: Pétur Hjaltested hljómborðsleikara skal fyrstan nefna en hann er sextíu og tveggja gamall í dag, fáir hafa líklega leikið með jafn mörgum hljómsveitum og Pétur en hér eru aðeins nefndar Paradís, Póker, Friðryk, Xport, Birta, Borgís, Brimkló, Cogito, Egó, Faraldur, Eik…

Afmælisbörn 11. apríl 2016

Á þessum degi eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar hvorki fleiri né færri en sex talsins: Pétur Hjaltested hljómborðsleikara skal fyrstan nefna en hann er sextugur í dag og á því stórafmæli, fáir hafa líklega leikið með jafn mörgum hljómsveitum og Pétur en hér eru aðeins nefndar Paradís, Póker, Friðryk, Xport, Birta, Borgís, Brimkló, Cogito, Egó, Faraldur,…

Alveg svartir (1993)

Hljómsveitin Alveg svartir mun hafa verið starfandi haustið 1993, líklega þó ekki nema í stuttan tíma. Sveitin spilaði eitthvað á öldurhúsum borgarinnar og var Ragnar Kristinn Gunnarsson (Raggi Sót) sem einna þekktastur er fyrir að hafa verið í Skriðjöklum, einn meðlima. Um aðra meðlimi sveitarinnar er ekkert vitað.