XD3 (1991-2003)

Hljómsveitin XD3 var um tíma áberandi í tónlistarlífinun á Héraði en sveitin starfaði í á annan áratug. Sveitin var stofnuð að öllum líkindum 1991 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Gunnlaugur Ólafsson gítarleikari, Jónas Þór Jóhannsson harmoniikkuleikari og Ragnar Þorsteinsson trommuleikari. Segja má að XD3 hafi haldist fremur illa á gítarleikunum en tveimur árum…

Tríó Sævars Ben (1985)

Tríó Sævars Ben starfaði um skamman tíma haustið 1985 á Fljótsdalshéraði. Meðlimir tríósins voru Ragnar Þorsteinsson trommuleikari, Stefán Bragason hljómborðsleikari og Sævar Benediktsson bassa- og gítarleikari. Ekki liggur fyrir hver var söngvari sveitarinnar.

Hljómsveit Hreggviðs Jónssonar (1983-89)

Harmonikkuleikarinn Hreggviður Jónsson frá Torfastöðum í Jökulsárhlíð starfrækti hljómsveit í eigin nafni á níunda áratug síðustu aldar, sveitin lék víða um austanvert landið og ýmsir komu við sögu hennar meðan hún starfaði. Hljómsveit Hreggviðs Jónssonar var stofnuð austur á Héraði haustið 1983 og starfaði hún líklega nokkuð óslitið til vorsins 1989 en þó kann að…

Náttfari [2] (1983-86)

Hljómsveitin Náttfari starfaði á Egilsstöðum um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð haustið 1983 og forsprakki hennar og stofnandi var djassistinn og hljómborðsleikarinn Árni Ísleifsson sem þá hafði búið eystra í nokkur ár, aðrir Náttfarar voru Guðbjörg Pálsdóttir trommuleikari, Jón Ingi Arngrímsson bassaleikari, Linda Hlín Sigbjörnsdóttir söngkona og Sævar Benediktsson…

Skrugga (1982-84)

Hljómsveitin Skrugga var frá Egilsstöðum og starfaði í um tvö og hálft ár, frá því um haustið 1982 til vorsins 1984. Meðlimir sveitarinnar voru Eyþór Hannesson hljómborðsleikari, Friðjón Jóhannsson bassaleikari, Friðrik Lúðvíksson gítarleikari, Ragnar Þorsteinsson trommuleikari og Stefán Bragason hljómborðsleikari. Eyþór hætti í Skruggu vorið 1983.