Riff Reddhedd (1995-)

Riff Reddhedd frá Hveragerði er ein af þeim ábreiðuhljómsveitum sem hefur alið af sér tónlistarfólk sem síðar hafa skipað öllu þekktari sveitir en slíkar „uppeldisstöðvar“ hafa tíðum reynst góður grunnur fyrir tónlistarmenn í ballgeiranum. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1995, jafnvel þó fyrr, en meðlimir hennar voru lengstum Árni Ólason bassaleikari (Loðbítlar, 8 villt o.fl.),…

Spark [1] (1993-94)

Hljómsveitin Spark var frá Selfossi og Hveragerði og var starfandi 1993 og 94. Síðarnefnda árið átti sveitin lag á safnplötunni Sándkurl og voru meðlimir hennar Páll Sveinsson trommuleikari, Árni Ólason bassaleikari, Gunnar Ólason gítarleikari, Grétar Einarsson hljómborðsleikari, Elísabet Hólm Júlíusdóttir söngkona, Rakel Magnúsdóttir trompetleikari, Karl Þór Þorvaldsson ásláttarleikari og Óli Ólason söngvari. Önnur heimild segir…