Glatkistan hlýtur heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar – Lítinn fugl

Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag, fullveldisdaginn 1. desember með margvíslegum hætti en í tónlistarhúsinu Hörpu hafa Samtónn og hagsmunasamtök í íslenskri tónlist staðið fyrir hátíðardagskrá undanfarin ár þar sem veittar eru viðurkenningar til þeirra sem þykja hafa lagt á vogarskálar íslenskrar tónlistar. Slík dagskrá fór fram í morgun þar sem slíkar viðurkenningar…

Skýjum ofar [1] [annað] (1996-2001)

Skýjum ofar var í senn útvarpsþáttur og plötusnúðadúó sem sinnti áhugafólki um framsækna danstónlist þegar slík bylgja barst hingað til lands frá Bretlandi undir lok síðustu aldar, segja má að hlutverk þeirra hafi verið að breiða út og kynna tónlistina hér á landi og það gerðu þeir með býsna góðum árangri. Skýjum ofar var fyrst…

Síðasta lag fyrir fréttir [annað] (1930-)

Dagskrárliðurinn Síðasta lag fyrir fréttir er án nokkurs vafa elsti dagskrárliður útvarps hér á landi en hann hefur verið viðhafður hjá Ríkisútvarpinu nánast frá upphafi stofnunarinnar þótt vissulega hafi það ekki verið alveg samfleytt og án breytinga. Það mun hafa verið á upphafsdögum Útvarpsins, nánar til tekið á sjöunda starfsdegi þess síðla árs 1930 sem…

Upptökur frá Blúshátíð Reykjavíkur í Konsert á Rás 2

Blúshátíð Reykjavíkur verður í aðal hlutverki í útvarpsþættinum Konsert á Rás 2 í kvöld en þátturinn er í umsjón Ólafs Páls Gunnarssonar. Þar verður fyrirferðamikill blúsmaðurinn Magic Slim sem spilaði á Blúshátíð Reykjavíkur á Hótel Nordica árið 2009. Hann mætti til landsins með hljómsveitina sína The Teardrops og heillaði gesti blúshátíðar með söng og spilamennsku. Fjórum…

Bjössi Thor, Robben Ford og Anna í beinni á Rás 2

Eins og kunnugt verða tónleikar með Bjössa Thor, Robben Ford og Önnu Þuríði Sigurðardóttur í Háskólabíói annað kvöld, laugardagskvöldið 22. október. Þeir félagar, Robben Ford og Bjössi Thor verða í beinni í Popplandi á Rás 2 nú fyrir hádegi. Við það tækifæri verður Gyllta gítarnöglin afhent, gítarverðlaun Bjössa Thor, en á síðustu árum hafa snillingar á borð…