Hljómsveit Kalla Bjarna (1974-80)

Hljómsveit Kalla Bjarna starfaði á Akranesi um árabil á áttunda áratug síðustu aldar og lék sveitin á fjölmörgum dansleikjum á Skaganum og nágrannasveitarfélögunum. Sveitin var stofnuð haustið 1974 og voru upphaflegir meðlimir sveitarinnar þeir Sveinn Jóhannsson trommuleikari, Reynir Theódórsson söngvari og gítarleikari, Brynjar Víkingur Sigurðsson bassaleikari, Jón Trausti Hervarsson saxófónleikari og hljómsveitarstjórinn Ketill Baldur Bjarnason…

Blackbird (1969)

Hljómsveitin Blackbird (Black bird) frá Ísafirði starfaði árið 1969 (hugsanlega einnig 1968) og keppti þá um verslunarmannahelgina í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli og lenti þar í öðru sæti. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Rúnar Þór Pétursson gítarleikari, Reynir Theódórsson gítarleikari, Örn Jónsson bassaleikari, Reynir Guðmundsson trommuleikari og Einar Guðmundsson orgelleikari. Einar var upphaflega trommuleikari sveitarinnar…

Gneistar [1] (1965-66)

Bítlahljómsveitin Gneistar var frá Akranesi og hafði um nokkurra mánaða skeið leikið undir nafninu Ecco (Ekkó) þegar Júlíus Sigurðsson bassaleikari gekk til liðs við þá, við þá mannabreytingu tók sveitin upp nafnið Gneistar. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru Ólafur Karlsson söngvari, Árni Sigurðsson gítarleikari og Reynir Theódórsson gítarleikari og Sigurður Sigurðsson trommuleikari. Ekki eru líkur á…