Hljómplötuútgáfan [útgáfufyrirtæki / umboðsskrifstofa] (1967-81)

Hljómplötuútgáfan var umsvifamikið útgáfufyrirtæki á sínum tíma en sögu þess má skipta í tvennt eftir eigendum. Hljómplötuútgáfan sf. hafði verið stofnuð árið 1967 og voru þrír ungir menn þá starfandi hjá Ríkissjónvarpinu upphafsmenn þess – þeir Andrés Indriðason, Hinrik Bjarnason og Jón Þór Hannesson voru þar á ferð en sá síðast taldi mun hafa staldrað…

Stundin okkar [annað] (1966-)

Lífseigasti sjónvarpsþáttur íslenskrar fjölmiðlasögu er Stundin okkar en þátturinn hefur verið á dagskrá Ríkissjónvarpsins frá upphafi stofnunarinnar og allt fram á þennan dag. Stundin okkar sem lengst af hefur verið á dagskrá sjónvarpsins á sunnudagseftirmiðdögum, hóf göngu sína í desember 1966 og var í fyrstu í umsjón Hinriks Bjarnasonar, þátturinn hefur síðan þá verið nánast…

Stórsveit Sjónvarpsins (1986)

Stórsveit Sjónvarpsins var sett sérstaklega saman fyrir fyrstu undankeppni Eurovision keppninnar hér á landi sem haldin var vorið 1986. Sveitin sem var skipuð nokkrum af þekktustu tónlistarmönnum landsins var ýmist sögð vera fimmtán eða nítján manna og önnuðust Gunnar Þórðarson og Þórir Baldursson stjórn hennar en hún lék undir í þeim lögum sem kepptu um…

Sinfon ok salterium [annað] (1993)

Sinfon ok salterium voru stuttir (um 15 mínútna langir) sjónvarpsþættir sem fjölluðu einkum um gömul íslensk hljóðfæri eins og íslenska fiðlu, langspil, hörpu o.s.frv. Það var Tónlistarmaðurinn Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) sem annaðist þáttagerðina en alls voru gerðir sex þættir í þessari seríu og sýndir í Ríkissjónvarpinu árið 1993. Hluti þáttanna er aðgengilegur á…