Bubbleflies (1993-95)

Segja má að hafnfirska hljómsveitin Bubbleflies (Bubble flies) hafi verið eins konar brautryðjandi í íslensku sveimrokki, sveitin skildi eftir sig tvær breiðskífur og nokkur lög á safnplötum. Upphaf Bubbleflies er rakið til vorsins 1993 þegar þeir Þórhallur Skúlason og Pétur Orri Sæmundsen voru að gera tilraunir með danstónlist og fengu Davíð Magnússon gítarleikara til að…

Expet (1988)

Hljómsveitin Expet starfaði í Reykjavík 1988 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar. Meðlimir voru þá Róbert Bjarnason og Guðjón Guðjónsson hljómborðsleikarar, og Óttar Pálsson og Ingvar Ólafsson söngvarar og ásláttarleikarar. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina en þær væru vel þegnar.