Söngfélag Þorlákshafnar [3] (1960-)

Söngfélag Þorlákshafnar (stundum kallað Samkór Þorlákshafnar) er með eldri starfandi blönduðum kórum á landinu en það hefur starfað samfellt frá árinu 1960, aldrei hefur þó komið út plata með kórnum. Það var Ingimundur Guðjónsson (faðir Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara) sem hafði frumkvæðið að stofnun Söngfélags Þorlákshafnar haustið 1960 en Þorlákshöfn var á þeim tíma nýbyggt að…

Skólakór Grunnskólans í Hveragerði (1978-)

Skólakórar hafa verið starfræktir við Grunnskólann í Hveragerði um árabil og líklega nokkuð samfleytt frá árinu 1978 að minnsta kosti, fyrst við barnaskólann og svo áfram eftir að barna- og gagnfræðaskólarnir sameinuðust árið 1988 í Grunnskóla Hveragerðis. Kórarnir í Hveragerði hafa gengið undir ýmsum nöfnum í fjölmiðlum s.s. barnakór, kór, skólakór Hveragerðis, barnaskólans, gagnfræðaskólans, grunnskólans…

Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Árnesinga (1973-)

Skólahljómsveitir hafa verið starfandi innan Tónlistarskóla Árnesinga allt frá því hann var stofnaður árið 1955, málið er þó töluvert flókið að mörgu leyti því um margar hljómsveitir er að ræða og innan skólans hafa jafnframt verið starfandi deildir víða um Árnessýslu, sveitir starfandi innan deildanna undir ýmsum nöfnum og gerðum, og þær stundum í samstarfi…

Barnakór Þorlákshafnar [2] (1991-)

Barnakór Þorlákshafnar (hinn síðari) var stofnaður árið 1991 og hefur veriðr starfræktur líklega nokkuð samfellt við grunnskólann í bænum síðan þá. Það var líklega að frumkvæði tónlistarkennarans Robert Darling sem kórinn var stofnaður 1991 og var hann stjórnandi hans á fyrstu starfsárunum en þar kom einnig við sögu Ester Hjartardóttir. Robert var við stjórvölinn til…