Hjá Geira (1995-96)

Hjá Geira var söngsextett sem starfaði innan Samkórs Norðurhéraðs veturinn 1995-96, líklega undir stjórn Julian Hewlett. Ekki liggur fyrir hvaðan nafn sextettsins kemur en hópinn skipuðu þau Rosemary Hewlett, Ásdís Snjólfsdóttir, Julian Hewlett, Egill Pétursson, Anna Alexandersdóttir og Guðbjörg Björnsdóttir. Sextettinn kom fram á nokkrum tónleikum þar sem samkórinn söng, einkum þó um vorið m.a.…

Samkórinn Björk (1983-2020)

Samkórinn Björk starfaði í um þrjá áratugi og var áberandi í sönglífi Austur-Húnvetninga á þeim tíma, kórinn sendi frá sér eina plötu. Það var hópur innan Tónlistarfélags Austur-Húnavatnssýslu sem hafði frumkvæði að því að Samkórinn Björk var stofnaður á Blönduósi haustið 1983 en nafn kórsins kemur frá húsi sem bar nafnið Björk, og hýsti tónlistarskólann…

Samkór Norður-Héraðs (1992-2004)

Samkór Norður-Héraðs starfaði um tólf ára skeið í kringum síðustu aldamót. Norður-Hérað var sveitarfélag á Austurlandi en sameinaðist Fellahreppi og Austur-Héraði árið 2004 undir nafninu Fljótsdalshérað, svo virðist sem kórinn hafi þá verið lagður niður. Nokkrir kórstjórar komu að stjórn kórsins, fyrst þeirra mun hafa verið Helga Guðrún Loftsdóttir en einnig voru Rosemary Hewlett, Þórður…