Vígspá (1999-2003)

Hljómsveitin Vígspá var meðal þeirra fremstu í harðkjarnasenunni sem braust fram með látum í kringum síðustu aldamót, sveitin sendi frá sér fjórar skífur. Stofnun Vígspár átti sér nokkurn aðdraganda en Rúnar Ólafsson trommuleikari, Guðmundur Freyr Jónasson gítarleikari, Valdi [?] Olsen gítarleikari og Árni Jóhannsson bassaleikari ásamt söngvara höfðu starfað saman frá upphafi árs 1998 undir…

Trassar (1987-91 / 2005-08)

Trassarnir hafa í gegnum tíðina haft á sér einhvern goðsagnakenndan stimpil, talað var lengi um svokallað Trassarokk en sveitin tók þrisvar sinnum þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og skapaði sér þá eitthvert sánd sem menn kenndu við þá. Einnig mun sveitin alltaf verða fræg fyrir að trommuleikari sló í gegn í orðsins fyllstu merkingu þegar hann…

Teib (1998-99)

Hafnfirska harðkjarnasveitin Teib var undanfari Vígspár en Teib var stofnuð snemma á árinu 1998. Meðlimir sveitarinnar voru Rúnar Ólafsson trymbill, Valdi Olsen gítarleikari, Árni [?] bassaleikari, Gauti [?] söngvari og Guðmundur Freyr Jónasson gítarleikari. Gauti var ekki lengi í Teib og um tíma var ónafngreindur söngvari frá Ísafirði í sveitinni, Bóas Hallgrímsson (Spitsign) tók við…