Spíritus (1992-94)
Hljómsveitin Spíritus starfaði í Sandgerði á fyrri hluta tíunda áratugarins og lék nokkuð á dansleikjum á Suðurnesjunum en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Spíritus var stofnuð síðla árs 1992 upp úr hljómsveitinni Tengdó en meðlimir sveitarinnar voru Rúnar Þór Guðmundsson söngvari, Ólafur Þór Ólafsson gítarleikari, Heiðmundur Clausen bassaleikari, Kristinn Einarsson hljómborðsleikari og trommuleikari sem nafn vantar á…


