Tónasystur [1] (1960)

Árið 1960 komu fimm húsmæður frá Sauðárkróki fram á Sæluviku þeirra Skagfirðinga undir nafninu Tónasystur og skemmtu þar með söng við harmonikkuundirleik. Hvergi finnast upplýsingar um nöfn þeirra en ef einhver lumaði á frekari upplýsingum má gjarnan senda þær Glatkistunni.

Týról (1982-86)

Hljómsveitin Týról frá Sauðárkróki var nokkuð öflug á ballmarkaðnum norðanlands á níunda áratugnum og var fastur gestur á Sæluvikuhátíð Sauðkræklinga, svo fátt eitt sé nefnt. Týról var stofnuð í ársbyrjun 1982 og starfaði að líkindum í fjögur ár, meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Ingi Árnason trommuleikari, Ægir Ásbjörnsson söngvari, gítarleikari og hljómborðsleikari, Eiríkur Hilmisson gítarleikari, Margeir…