100-serían [safnplöturöð] (2006-11)

Á fyrsta áratug þessarar aldar og fram á þann annan komu út á vegum Senu nokkrar plötur í safnplöturöð sem nefnd var 100-serían. Það sem var sérstætt við þessar safnplötur var að um var að ræða safnplötupakka eða -öskjur með fimm og sex diskum, alls hundrað lög í hverjum pakka. Hver safnplata hafði ákveðið þema…

Hot spring serían [safnplöturöð] (2010-15)

Hot spring safnplötuserían var samstarfsverkefni útgáfufyrirtækisins Senu, Icelandair og tónlistar.is og var viðleitni þeirra til að koma nýrri og nýlegri íslenskri tónlist á framfæri til erlendra ferðamanna því auk þess sem plötur seríunnar voru seldar í almennum plötuverslunum voru þær einnig á boðstólum í flugvélum Icelandair. Fyrsta platan kom út árið 2010 og bar einfaldlega…

Háskólabíó [tónlistartengdur staður] (1961-)

Háskólabíó er þrátt fyrir nafngiftina jafn tengt tónleikahaldi og kvikmyndasýningum, þegar þetta er ritað hafa reyndar bíósýningar lagst af í húsinu en tónleikar og annað skemmtana- og ráðstefnuhalds verða tengd húsnæðinu áfram. Hugmyndir um kvikmyndahús í eigu Háskóla Íslands voru lengi á teikniborðinu áður en þær komust til framkvæmda og t.d. stóð til um tíma…

Skífan [útgáfufyrirtæki] (1978-2004)

Útgáfufyrirtækið Skífan starfaði um ríflega tuttugu og fimm ára skeið en saga fyrirtækisins er í raun mun lengri og flóknari en hér verður fjallað um. Þannig hafði Skífan starfað í þrjú ár sem hljómplötuverslun áður en plötuútgáfan kom til sögunnar og starfaði reyndar á ýmsum öðrum sviðum tónlistar og kvikmynda sem heildsala, smásala, dreifingaraðili, umboðsaðili…

Brot af því besta [safnplöturöð] (2005)

Árið 2005 sendi Sena-útgáfan frá sér nokkrar plötur í safnplöturöð sem gekk undir nafninu Brot af því besta, undir útgáfumerkinu Íslenskir tónar. Sena átti þá útgáfuréttinn af stærstum hluta íslenskrar útgáfusögu og var serían liður í að gera stórum nöfnum í íslenskri tónlist hátt undir höfði og gefa út safnplötur með þeim. Líklega var þá…

Skuggasveinar [3] – Efni á plötum

Skuggasveinar [3] – Minni karla: Skuggasveinar flytja lög Tony Joe White Útgefandi: Sena Útgáfunúmer: SCD 382 Ár: 2008 1. Ef þú undrast 2. Hættur að drekka 3. Litlar konur 4. Af tollheimtu djöfulsins 5. Drunginn sækir að mér 6. Ég sá það var gott 7. Ef ég veld þér vonbrigðum 8. Á meðan gröfin enn er…

Þursaflokkurinn – Efni á plötum

Þursaflokkurinn – Hinn íslenzki þursaflokkur Útgefandi: Fálkinn / Steinar / Íslenskir tónar / Sena / Alda music Útgáfunúmer: FA 006 / FD 006 & FK 006 / IT 303 / SLP 695 / AMLP 040 Ár: 1978 / 1992 / 2009 / 2015 / 2018 1. Einsetumaður einu sinni 2. Sólnes 3. Stóðum tvö í túni…

Elly Vilhjálms – Efni á plötum

Elly Vilhjálms [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: 45-2010 Ár: 1960 1. Ég vil fara upp í sveit 2. Kveðju sendir blærinn Flytjendur: Elly Vilhjálms – söngur KK-sextett – Jón Sigurðsson [2] (Jón bassi) – bassi og raddir – Jón Páll Bjarnason – gítar – Þórarinn Ólafsson – raddir og víbrafónn – Guðmundur Steingrímsson – trommur – Árni Scheving…

SG stemmingin rifjuð upp og fönguð

SG hljómplötur: 75 bráðskemmtileg dægurlög frá 1964 – 1982 í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá fyrstu útgáfu SG-hljómplatna (x3) – ýmsir  Sena SCD 643 (2014) Sena sendi nýverið frá sér þrefalda safnskífu sem hefur að geyma fjölbreytt úrval dægurlaga sem Svavar Gests, undir merkjum SG-hljómplatna gaf út á árunum 1964-82, reyndar gaf…