So what (1995-97)

So what var djassband sem starfaði undir lok síðustu aldar, sveitin var að öllum líkindum FÍH-band en hún sérhæfði sig í tónlist frá árunum 1930-60. So what var stofnuð árið 1995, líklega um haustið og fljótlega hóf hún að leika fyrir matargesti og fyrir dansi á Hótel Borg þar sem hún kom oftast fram, en…

Tens (1989)

Hljómsveit úr Reykjavík sem keppti í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar 1989. Meðlimir sveitarinnar voru Jóhannes P. Davíðsson gítarleikari, Sigfús Höskuldsson trommuleikari, Jón Leifsson bassaleikari og Ásgeir Már Helgason söngvari. Líklega höfðu einhverjar mannabreytingar átt sér stað áður en sveitin keppti þar en upplýsingar þ.a.l. liggja ekki fyrir. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar.