Hinn íslenski dvergaflokkur (1990-92)

Hinn íslenski dvergaflokkur (Dvergaflokkurinn) starfaði innan veggja Menntaskólans við Hamrahlíð á árunum 1990 til 92, eins og nafn sveitarinnar gefur til kynna er það sótt til Hins íslenska þursaflokks og það var tónlistin reyndar líka. Það munu hafa verið Finnur Bjarnason söngvari og Sigtryggur Ari Jóhannsson hljómborðsleikari sem stofnuðu Hinn íslenska dvergaflokk árið 1990 en…

Cigarette (1994-96)

Hljómsveitin Cigarette vakti nokkra athygli fyrir stórsmellinn I don‘t believe you vorið 1995, gaf út plötu í kjölfarið en hætti fljótlega eftir það. Sveitin var stofnuð síðla árs 1994 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Einar Tönsberg bassaleikari, Haraldur Jóhannesson gítarleikari, Sigtryggur Ari Jóhannsson hljómborðsleikari og Rafn Marteinsson trommuleikari. Sveitin hóf fljótlega að vinna…

Tennessee Trans (1994)

Hljómsveitin Tennessee Trans var efnileg sveit og hafði alla burði til að slá í gegn eftir að hafa sent frá sér lag á safnplötu sumarið 1994 sem naut nokkurra vinsælda. Sveitin fylgdi þeirri velgengni hins vegar ekki eftir og gleymdist fljótt í kjölfarið. Nafn Tennessee Trans kemur fyrst upp í tengslum við Músíktilraunir Tónabæjar snemma…

Óðfluga [2] (1993)

Þessi sveit var starfandi 1993 og átti það árið lag á safnplötunni Landvættarokk. Þá var sveitin skipuð þeim Haraldi Jóhannessyni gítarleikara, Rafni Marteinssyni trommuleikara, Einari Tönsberg bassaleikara, Sigtryggi Ara Jóhannssyni orgelleikara og Þóri Jónssyni Hraundal söngvara. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.