Afmælisbörn 31. júlí 2025

Glatkistan hefur sex afmælisbörn á skrá sinni á þessum degi: Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari er áttræð og fagnar stórafmæli í dag. Rut nam sína tónlist fyrst hér heima en síðan í Svíþjóð og Belgíu. Hún hefur starfað sem konsertmeistari m.a. með Karmmersveit Reykjavíkur en hefur einnig starfað í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Pólýfónkórnum og með Bachsveitinni í Skálholti…

Hljómsveit Sigurðar Friðrikssonar (1966-67)

Hljómsveit var starfandi veturinn 1966-67 í Suður-Þingeyjarsýslu, hugsanlega á Húsavík og að öllum líkindum undir stjórn Sigurðar Friðrikssonar (Sidda) harmonikku- og orgelleikara – hér er því giskað á að sveitin hafi borið nafn hans, Hljómsveit Sigurðar Friðrikssonar eða jafnvel Tríó Sigurðar Friðrikssonar. Með Sigurði störfuðu í hljómsveitinni Páll Friðriksson (bróðir Sigurðar) og Illugi Þórarinsson, engar…

Hljómsveit Illuga (1978-2001)

Hljómsveit Illuga Þórarinssonar á Húsavík er með langlífari ballhljómsveitum Þingeyinga en sveitin starfaði í um tuttugu og þrjú ár, reyndar gæti hún hafa verið starfandi enn lengur – það sérstæðasta við þessa sveit er þó að hún starfaði í áratug eftir andlát hljómsveitarstjórans. Hljómsveit Illuga mun hafa verið stofnuð haustið 1978 en stofnmeðlimir hennar voru…

Harmonikufélag Þingeyinga [félagsskapur] (1978-)

Harmonikufélag Þingeyinga er næst elsta harmonikkufélag landsins, stofnað á eftir Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík en félagið hefur starfað samfleytt til dagsins í dag. Það voru þeir Aðalsteinn Ísfjörð og Stefán Kjartansson sem höfðu frumkvæði að því að setja Harmonikufélag Þingeyinga á laggirnar en þeir vildu vinna að framgangi nikkunnar á Húsavík og nágrannabyggðum í Suður-Þingeyjarsýslu.…

Halldórsstaðatríóið (um 1965)

Halldórsstaðatríóið var eins konar fjölskylduband starfandi á Halldórsstöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar, en tríóið lék fyrir dansi í Reykjadal og nærsveitum um nokkurra ára skeið. Það var faðirinn Friðrik Jónsson (organisti og kórstjórnandi í sveitinni) sem starfrækti bandið ásamt börnum sínum, Sigurði og Emilíu en öll léku þau á…

Sigurður Friðriksson (1939-2023)

Sigurður Friðriksson harmonikkuleikari kom víða við í tónlistarlífi Þingeyinga, bæði sem tónlistarmaður og í félagsmálum harmonikkuunnenda. Sigurður Kristján Friðriksson var fæddur (1939) og uppalinn á Halldórsstöðum í Reykjadal, elstur fimm systkina en faðir hans var Friðrik Jónsson kórstjórnandi, organisti og tónskáld svo Sigurður átti ekki langt að sækja tónlistina. Sigurður vakti fyrst athygli fyrir söng…

Samband íslenskra harmonikuunnenda [félagsskapur] (1981-)

Samband íslenskra harmonikuunnenda (S.Í.H.U.) er það sem kalla mætti landssamtök áhugafólks um harmonikkuleik en innan þeirra vébanda eru líklega á annað þúsund manns í um tuttugu aðildarfélögum. Það voru sex harmonikkufélög sem stóðu að stofnun Sambands íslenskra harmonikuunnenda á Akureyri vorið 1981 en félagsskapurinn var stofnaður til að stuðla að og efla harmonikkuleik á Íslandi.…

Jazzþingeyingar (1990)

Djasskvartettinn Jazzþingeyingar störfuðu á Húsavík 1990. Það sama sumar lék sveitin á Jazzhátíð Egilsstaða og voru meðlimir hennar Haraldur Jóhannesson baritón saxófónleikari, Sigurður Friðriksson píanóleikari, Leifur Vilhelm Baldursson bassaleikari og Bragi Ingólfsson trommuleikari. Sveitin hafði þá verið stofnuð nokkrum vikum fyrr. Um haustið hafði Birgir Jósefsson tekið við trommunum af Braga. Jazzþingeyingar virðast ekki hafa…

Fimm [2] (1984-85)

Hljómsveitin Fimm starfaði á Húsavík veturinn 1984 til 1985, meðlimir þeirrar sveitar voru Sigurður Friðriksson hljómborðsleikari, Leifur Vilhelm Baldursson gítarleikari, Stefán Helgason trommuleikari, Hafliði Jósteinsson söngvari og Karl Hálfdánarson bassaleikari. Sveitin var líklega í sveitaballageiranum og lék aðallega fyrir norðan en allar frekari upplýsingar um hana eru vel þegnar.