Semi in suits (1997)

Hljómveitin Semi in suits frá Selfossi keppti í Músíktilraunum vorið 1997 en hafði þar ekki erindi sem erfiði, komst ekki áfram í úrslitin. Sveitin sem hafði árið á undan keppt undir nafninu Peg, var skipuð þeim Magnúsi Á. Kristinssyni bassaleikara, Sigurði Magnússyni söngvara og gítarleikara og Þórhalli Stefánssyni trommuleikara.

Ghost (1986-88)

Hljómsveit var starfandi innan grunnskólans á Þingeyri í lok níunda áratugar síðustu aldar og bar hún nafnið Ghost. Sveitin var stofnuð 1986 og starfaði að minnsta kosti til ársins 1988 en ekki liggur þó fyrir hversu lengi. Meðlimir Ghost voru Elías Þ. Jóhannsson trommuleikari, Sigurður Magnússon hljómborðsleikari, Sigmar Sigþórsson gítarleikari og Jón Sigurðsson söngvari og…

Kjarnar (1965-)

Hljómsveitanafnið Kjarnar kemur nokkuð víða við í fjölmiðlum á síðari hluta tuttugustu aldarinnar. Ekki er ljóst út frá heimildum hvort um eina eða fleiri hljómsveitir er að ræða og hér er því haldið opnu. Vitað er um bítlasveit frá Akranesi sem starfandi var haustið 1965 en meðlimir þeirrar sveitar voru á gagnfræðiskóla aldri, þeir voru…