Hljómsveit Kristjáns Guðmundssonar [2] (1995)

Árið 1995 var djasshljómsveit starfrækt undir nafninu Hljómsveit Kristjáns Guðmundssonar en sveitin kom fram á tónleikum á Fógetanum sem voru hluti af RÚREK djasshátíðinni. Meðlimir sveitarinnar voru Kristján Guðmundsson hljómsveitarstjóri og píanóleikari, Jón Borgar Loftsson trommuleikari, Einar Sigurðsson bassaleikari, Sigurður Perez Jónsson saxófónleikari og Dan Cassidy fiðluleikari en einnig kom Rúnar Georgsson saxófónleikari fram með…

Sprangmenn (1999)

Eftir því sem best verður komist var hljómsveitin Sprangmenn ekki starfandi hljómsveit heldur aðeins sett saman til að leika lagið Heim á ný, lag Pálma J. Sigurhjartarsonar inn á plötuna Í Dalnum sem kom út sumarið 1999. Lagið telst til „Eyjalaga“ þótt ekki sé um þjóðhátíðarlag að ræða en það hafði Pálmi samið 1989, það…

Salsa Picante (1995)

Salsasveitin Salsa Picante starfaði árið 1995 og vakti nokkra athygli enda fyrsta sveit sinnar tegundar hérlendis. Sveitin kom fram fullmótuð í febrúar 1995 og gæti því hafa verið stofnuð fyrir áramótin 1994-95, meðlimir hennar voru þá Jón Björgvinsson slagverksleikari og Sigurður Perez Jónsson saxófónleikari sem komu úr Milljónamæringunum, og Sigurður Flosason saxófónleikari, Agnar Már Magnússon…

Busy doing nothing (2005)

Busy doing nothing var eins konar blúsdjasssveit, starfandi 2005. Þetta var kvartett skipaður þeim Birgi Baldurssyni trommuleikara, Eðvarði Lárussyni gítarleikara, Sigurði Perez saxófónleikara og Þórði Högnasyni kontrabassaleikara. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um sveitina.