Hæfileikakeppni Safarí [tónlistarviðburður] (1984-85)

Hæfileikakeppni kennd við skemmtistaðinn Safarí við Skúlagötu var haldin sumarið 1984 í tvígang á vegum umboðsskrifstofunnar Sóló og þriðja keppnin var svo haldin árið eftir. Margt er óljóst varðandi þessa/r keppni/r. Efnt var til keppni fyrir hæfileikaríkt fólk á tónlistarsviðinu undir merkjum Hæfileikakeppni Safarí sumarið 1984 og var hljómsveit sett saman til að leika undir…

Sigurður Dagbjartsson (1959-)

Sigurður V. Dagbjartsson söngvari og gítarleikari er gamall í hettunni og hefur leikið með fjölda hljómsveita í gegnum tíðina, einkum ballsveitum en þó einnig með þekktari sveitum eins og Upplyftingu. Þótt ekki þekki ekki endilega allir nafn hans þá á hann samt sem áður stórsmell sem allir kannast við en það var upphaflega gefið út…

Capital (1979-80)

Skólahljómsveit Samvinnuskólans á Bifröst bar heitið Capital veturinn 1979-80 en hefð var fyrir því að hljómsveit starfaði innan skólans og léki á ýmsum samkomum innan hans. Meðlimir Capital voru þeir Sigurður Vilberg Dagbjartsson gítarleikari, Magnús Stefánsson bassaleikari, Birgir Sævar Jóhannsson gítarleikari, Ingimar Jónsson trommuleikari og Kristján Björn Snorrason harmonikku- og hljómborðsleikari. Einnig munu þeir Friðrik…

Danssveitin (1993-96)

Danssveitin lék á dansstöðum bæjarins um nokkurra ára skeið á tíunda áratugnum en sveitin var skipuð reynsluboltum úr danshljómsveitabransanum. Sveitin var oft auglýst undir nafninu Danssveitin og Eva Ásrún [Albertsdóttir] en hún var söngkona sveitarinnar. Aðrir meðlimir voru Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari, Kristján Óskarsson hljómborðsleikari, Sigurður V. Dagbjartsson söngvari og gítarleikari og Gunnar Jónsson trommuleikari. Danssveitin…

Upplyfting – Efni á plötum

Upplyfting – Kveðjustund 29-6 1980 Útgefandi: SG hljómplötur Útgáfunúmer: SG 132 Ár: 1980 1. Langsigling 2. Kveðjustund 3. Traustur vinur 4. Útrás 5. Upplyfting 6. Lokaður úti 7. Dansað við mánaskin 8. Vor í lofti 9. Finnurðu hamingju 10. Mótorhjól 11. Reikningurinn 12. Angan vordraumsins Flytjendur Gústaf Guðmundsson – trommur Sigurður V. Dagbjartsson – búsúkí, hljómborð, söngur og gítar…