Hljómsveit Óskars Guðmundssonar (1952-69)

Óskar Guðmundsson á Selfossi rak um árabil vinsæla danshljómsveit sem lék á hundruðum dansleikja í Árnes- og Rangárvallasýslum á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, hróður sveitarinnar barst reyndar mun víðar og hún fór stundum út fyrir yfirráðasvæði sitt á Suðurlandi og lék þá í öðrum landsfjórðungum. Hljómsveit Óskars Guðmundssonar var stofnuð árið 1952 og…

Ceró kvartett (1958-61)

Ceró (Cero) kvartettinn starfaði í fáein ár í kringum 1960 og lék þá á dansleikjum í Hafnarfirði og Reykjavík, einnig lítillega utan höfuðborgarsvæðisins m.a. á Kaupakonudansleik í Hlégarði í Kjós. Sveitin starfaði a.m.k. á árunum 1958 til 61 sem kvartett en undir það síðasta var um tríó að ræða. Ekkert liggur fyrir um hverjir skipuðu…

Hljómsveit Guðjóns Pálssonar (1954-84)

Hljómsveit Guðjóns Pálssonar var starfrækt í Vestmannaeyjum og víðar um árabil, eftir því sem sumar heimildir segja í allt að þrjátíu til fjörtíu ár. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1954 (þrátt fyrir að ein heimildin segi hana hafa verið starfandi milli 1940 og 50), af Guðjóni Pálssyni píanó- og harmonikkuleikara en hann var þá…