Strengjasveitin (1979-80)

Ballhljómsveitin Strengjasveitin starfaði á Selfossi um nokkurra mánaða skeið 1979 til 80 en sveitin var stofnuð upp úr Óperu og Evrópu. Meðlimir Strengjasveitarinnar voru Einar M. Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Sigurjón Skúlason trommuleikari, Sigurður Ingi Ásgeirsson bassaleikari, Sævar Árnason gítarleikari og Ómar Þ. Halldórsson söngvari og hljómborðsleikari. Sveitin lék á nokkrum dansleikjum en hætti síðan…

Octavia (1987-89)

Söngflokkurinn Octavia  (Oktavía) starfaði á Akranesi á seinni hluta níunda áratugar síðustu aldar, að minnsta kosti á árunum 1987 til 89. Meðlimir Octaviu voru Hrönn Eggertsdóttir, Jensína Valdimarsdóttir, Leif Steindal, Sigurjón Skúlason, Bjarki Sveinbjörnsson, Jensína Waage og Sigurður Ólafsson.

Mánar [3] (1965-)

Mánar frá Selfossi var ein stærsta bítla- og hipparokkssveit Íslands á sínum tíma, líklega fór þó nokkuð minna fyrir sveitinni en ella þar sem hún var utan af landi og kom sér þ.a.l. minna á framfæri á höfuðborgarsvæðinu. Vígi sveitarinnar var Suðurland, og oftast er talað um að stærstu og frægustu hljómsveitir landsins hefðu ekki…

Blóðberg [1] (1973-74)

Hljómsveitin Mánar frá Selfossi hætti í fáeina mánuði veturinn 1973-74 og megnið af sveitinni stofnaði nýja sveit sem fékk nafnið Blóðberg. Blóðberg starfaði í nokkrar vikur og lék á nokkrum böllum undir því nafni en meðlimir sveitarinnar voru Smári Kristjánsson bassaleikari, Guðmundur Benediktsson píanóleikari, Ólafur Þórarinsson (Labbi) söngvari og gítarleikari og Sigurjón Skúlason trommuleikari en…

Dínamít (1975-76)

Dínamít var ein þeirra hljómsveita á áttunda áratug síðustu aldar sem stöldruðu stutt við ásamt því sem tíðar mannabreytingar settu svip sinn á starfsemina. Mikil gróska var í íslensku balltónlistarlífi á þeim tíma og tóku fjölmiðlar virkan þátt í að miðla fréttum um ósætti og ósamkomulag innan og milli hljómsveita svo ekki hjálpaði það til.…