
Blóðberg
Hljómsveitin Mánar frá Selfossi hætti í fáeina mánuði veturinn 1973-74 og megnið af sveitinni stofnaði nýja sveit sem fékk nafnið Blóðberg.
Blóðberg starfaði í nokkrar vikur og lék á nokkrum böllum undir því nafni en meðlimir sveitarinnar voru Smári Kristjánsson bassaleikari, Guðmundur Benediktsson píanóleikari, Ólafur Þórarinsson (Labbi) söngvari og gítarleikari og Sigurjón Skúlason trommuleikari en sá síðast taldi var sá eini sem ekki var Mána-liði.
Sveitin tók aftur upp Mána-nafnið fljótlega eftir áramótin 1973-74.