Sköp (1969)

Hljómsveitin Sköp mun hafa verið skammlíf sveit starfandi innan Menntaskólans við Hamrahlíð á upphafsárum hans, árið 1969. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Aðalsteinn Eiríksson trommuleikari, Ómar Skúlason bassaleikari, Þórður Árnason gítarleikari og Jakob Frímann Magnússon orgelleikari, tveir hinir síðustu urðu síðar auðvitað þekktir Stuðmenn. Söngkonan Lísa Pálsdóttir (Kamarorghestar o.fl.) gekk til liðs við Sköp en sveitin…

Skóp (1986-87)

Hljómsveitin Skóp frá Sandgerði var stofnuð síðla árs 1986 og keppti vorið eftir í Músíktilraunum Tónabæjar. Sveitin hafði þar ekki erindi sem erfiði enda komst hún ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þá Þórður Pálmi Jónsson trommuleikari, Ólafur Þór Ólafsson söngvari og gítarleikari, Kristinn H. Einarsson hljómborðsleikari og Heiðmundur B. Clausen bassaleikari. Ári síðar tók…