Hvers vegna í ósköpunum ætli séra Jón Þorkell fari aldrei í bað? (1985-86)

Skólahljómsveit við Samvinnuskólann á Bifröst í Borgarfirði bar hið undarlega nafn Hvers vegna í ósköpunum ætli séra Jón Þorkell fari aldrei í bað?, eitthvað er misjafn hvenær þessi sveit er sögð hafa verið starfandi við skólann en líklegast er að það hafi verið veturinn 1985-86 því hljómsveit næsta skólaárs, Skræpótti fuglinn er sögð hafa verið…

Skólahljómsveitir Samvinnuskólans á Bifröst (1955-87)

Samvinnuskólinn á Bifröst starfaði undir merkjum Samvinnuhreyfingarinnar í áratugi, fyrst í Reykjavík frá 1918 en á Bifröst í Borgarfirði frá 1955 þar til skólinn var færður á háskólastig 1988 en þar starfar hann enn sem sjálfseignastofnun á háskólastigi. Strax á Reykjavíkur-árum samvinnuskólans var eins konar félagslíf komið til sögunnar og á dansleikjum hans voru ýmist…

Skræpótti fuglinn (1986-87)

Hljómsveitin Skræpótti fuglinn var stofnuð í Samvinnuskólanum á Bifröst haustið 1986 og lék m.a. undir í söngkeppni skólans, Bifróvision, vorið 1987. Sveitin var ennfremur skráð til leiks í Músíktilraunum en mætti ekki á svæðið. Líklega starfaði hún aðeins þetta eina skólaár. Meðlimir Skræpótta fuglsins voru þeir Jón Arnar Freysson hljómborðsleikari (Baraflokkurinn), Heiðar I. Svansson gítarleikari,…