Tríó Aukaatriði (1975)

Árið 1975 kom út tveggja laga plata á vegum Tals og tóna með hljómsveit sem bar heitið Tríó Aukaatriði frá Bíldudal. Engar heimildir er að finna um þessa sveit og er ekki einu sinni víst að hún hafi verið starfandi. Líklega voru þeir Hafliði Magnússon og Jörundur Garðarsson í sveitinni auk þess sem Ingvar Guðjónsson…

Fjarkar [3] (1972-75)

Hljómsveitin Fjarkar fór mikinn á dansstöðum borgarinnar á árunum 1972-75 en hún var tíðum auglýst sem sveit er spilaði gömlu og nýju dansana. Litlar upplýsingar er að finna um þessa Fjarka aðrar en að Ari Brimar Gústafsson var bassaleikari hennar allavega um tíma sem og Birgir Gunnlaugsson gítar- eða bassaleikari í henni. 1975 kom út…

Venus [2] (1975-77)

Hljómsveitin Venus var að öllum líkindum stofnuð 1975 og innihélt söngkonuna Mjöll Hólm. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru Torfi Ólafsson söngvari og bassaleikari (sjá Kvöldvísa o.fl.), Sævar Árnason gítarleikari, Skúli Magnússon trommuleikari og Júlíus Sigmundsson hljómborðsleikari. Venus starfaði eitthvað fram yfir áramót 1976-77.