Smellir [1] (1988-93)

Hljómsveitin Smellir var um nokkurt skeið húshljómsveit í Danshúsinu Glæsibæ og skartaði þá söngvurum eins og Ragnari Bjarnasyni og fleiri þekktum slíkum. Smellir voru fyrst auglýstir í dagblöðum sem húshljómsveit í Danshúsinu árið 1990 en ein heimild hermir að saga sveitarinnar nái alveg aftur til 1988 og miðast þessi umfjöllun um það. Sveitin starfaði lengst…

Smellir [2] (1995)

Dúettinn Smellir starfaði um skamman tíma árið 1995 en það var skipað þeim Kristni Rósantssyni söngvara og hljómborðsleikara og Mark Brink söngvara og gítarleikara en sá síðarnefndi hafði fáeinum árum fyrr starfað með hljómsveit undir sama nafni. Smellir störfuðu sem fyrr segir í skamman tíma.

Ragnar Bjarnason (1934-2020)

Ragnar Baldur Bjarnason (f. 1934) er einn ástsælasti dægurlagasöngvari íslenskrar tónlistarsögu. Hann var sonur Bjarna Böðvarssonar og hlaut tónlistina beint í æð en Bjarni rak eigin hljómsveit um árabil. Móðir Ragnars, Lára Magnúsdóttir var ennfremur dægurlagasöngkona, líklega ein sú allra fyrsta hér á landi. Tónlistarferill Ragnars hófst reyndar á því að hann lék á trommur…