Tríó Oddnýjar (1986-87)

Tríó Oddnýjar mun hafa verið skammlíf sveit, starfandi veturinn 1986-87. Meðlimir þessarar sveitar voru Oddný Sturludóttir (sem þá hefur verið á ellefta ári) og bróðir hennar Snorri Sturluson, þriðji meðlimur sveitarinnar var kallaður Dalli en ekki liggur fyrir hvert nafn hans var, né hver hljóðfæraskipan þremenninganna var.

Íslenskir tónar [2] (1991-93)

Hljómsveitin Íslenskir tónar vakti nokkra athygli á árunum 1991-93, sveitin var nokkuð virk um tíma og átti þá efni á safnplötum. Íslenskir tónar voru stofnaðir í Menntaskólanum við Sund fyrri part árs 1991. Á þeim tíma var heilmikil tónlistarvakning innan skólans, framsækinn andi í loftinu og fjölmargir tónleikar haldnir innan veggja hans, og innan þess…

Ottó og nashyrningarnir (1988-89)

Rokkhljómsveitin Ottó og nashyrningarnir starfaði á árunum 1988 og 89 en síðarnefnda árið hélt hún til Sovétríkjanna sálugu ásamt nokkrum öðrum íslenskum sveitum á vegum friðar- og umhverfisverndarsamtakanna Next stop Soviet. Það voru þeir Þórir Viðar Þorgeirsson bassaleikari, Kristinn Pétursson trommuleikari, Ottó Tynes söngvari og gítarleikari og Snorri Sturluson gítarleikari sem skipuðu þessa sveit.