Afmælisbörn 5. nóvember 2025

Sjö afmælisbörn í tónlistargeiranum eru skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Viðar Jónsson tónlistarmaður er sjötíu og átta ára gamall í dag. Viðar hefur mestmegnis verið viðloðandi pöbbabransann í gegnum tíðina, hann hefur leikið og sungið með fjölda sveita til langs tíma auk þess að starfa eins síns liðs. Meðal sveita sem Viðar starfaði með…

Mímósa [1] (1976-82)

Hljómsveitin Mímósa starfaði um árabil í Bolungarvík á síðari hluta áttunda áratugar tuttugustu aldar, hér er giskað á að sveitin hafi starfað á árunum 1976-82 en á einhverjum tímapunkti í upphafi gekk hún undir nafninu Krosstré. Upphaflega voru í Mímósu þeir Brynjólfur Lárusson söngvari og gítarleikari, Jónmundur Kjartansson trommuleikari (síðar yfirlögregluþjónn við embætti ríkislögreglustjóra), Pálmi…

Magnús Már og Ásta Björk (1990)

Tvö bolvísk börn, Magnús Már Einarsson og Ásta Björk Jökulsdóttir, sendu frá sér sex laga plötu árið 1990 að undirlagi systkinanna Soffíu og Hrólfs Vagnssonar. Söngvarar plötunnar, Magnús Már og Ásta Björk eru bæði fædd 1981 og voru því aðeins níu ára gömul þegar þau tóku sér á hendur ferðalag til Hannover í Þýskalandi árið…

Vagnsbörn (1991-)

Vagnsbörn (einnig nefnd Vagnsbörnin að vestan) er hópur systkina frá Bolungarvík sem sent hefur frá sér tvær plötur, en hluti hópsins kom einnig að jólaplötu (margmiðlunardiski) fyrir börn. Systkinin voru sjö að tölu og höfðu öll komið að tónlist með einum eða öðrum hætti – fjögur þeirra, Haukur, Pálína, Soffía og Hrólfur þó sínu mest…