Tíu árum seinna (1990)

Hljómsveitin Tíu árum seinna var húshljómsveit á Hótel Örk 1990. Meðlimir sveitarinnar voru Ólafur Helgason trommuleikari, Sigurður Sigurðsson söngvari, Sölvi Ragnarsson gítarleikari, Ingvar Pétursson píanóleikari og Baldvin Sigurðarson bassaleikari. Líklega var um skammlífa sveit að ræða.

Pass [4] (1992-)

Hljómsveitin Pass frá Hveragerði hefur skemmt heimafólki og nærsveitungum um árabil og meira að segja gefið út tónlist sína. Tíðar mannabreytingar hafa þó einkennt sveitina eins og oft er með langlífar hljómsveitir. Pass var stofnuð 1992 í blómabænum Hveragerði en stofnliðar sveitarinnar voru Kristinn Grétar Harðarson trommuleikari og söngvari, Óttar Hrafn Óttarsson söngvari, Sölvi Ragnarsson…

Ljósbrá [2] (1983-86)

Hljómsveit frá Hveragerði starfaði á árunum 1983-86 og bar nafnið Ljósbrá eins og önnur hljómsveit áratug áður, sem reyndar var norðlensk. Hin hvergerðska sveit herjaði nokkuð á sveitaballamarkaðinn í Árnessýslu og skartaði mönnum eins og Hermanni Ólafssyni söngvara, Sölva Ragnarssyni gítarleikara, Ingvari Péturssyni hljómborðsleikara, Jónasi Þórðarsyni og Sigurði Helgasyni en ekki er ljóst á hvað…