Söngfélagið Geysir (1910)

Lítið söngfélag, Geysir starfaði í Glæsibæjarhreppi, litlum hreppi sem var innan af Akureyri við Eyjafjörðinn. Magnús Einarsson organisti hreppsins stjórnaði söng Geysis sem kom einhverju sinni fram opinberlega með söngskemmtan árið 1910. Ekki liggur þó fyrir hvort Söngfélagið Geysir starfaði lengur.

Gígjan [1] (1888-1922)

Blandaður kór á Akureyri gekk undir nafninu Gígjan en hann mun hafa verið einn fyrsti starfandi kór landsins. Það mun hafa verið Magnús Einarsson tónskáld, mikill tónlistarfrömuður norðanlands sem hafði frumkvæði að stofnun Gígjunnar og stýrði hann kórnum allt til loka er hann var sameinaður öðrum kórum nyrðra og söngfélagið Geysir (síðar Karlakórinn Geysir) stofnað…