Start (1980-83)

Hljómsveitin Start starfaði um nokkurra ára skeið og var hvort tveggja í senn, síðasta stóra sveitin sem Pétur Kristjánsson söng með og fyrsta stóra bandið sem Eiríkur Hauksson söng með. Sveitin átti fyrst um sig nokkuð erfitt uppdráttar á dansleikjamarkaðnum sem þá var í sögulegri lægð vegna diskósins en vann þar á og sendi frá…

Valli og víkingarnir (1982)

Snemma vors 1982 birtist í plötubúðum tveggja laga sjö tomma með hljómsveitinni Valla og víkingunum sem enginn þekkti deili á. Annað lagið, Úti alla nóttina (sem var upphaflega sænskur slagari) varð strax þokkalega vinsælt (og heyrist reyndar stöku sinnum ennþá spilað á útvarpsstöðvunum) en hitt lagið, Til í allt vakti minna athygli. Platan fékk ágæta…

Berserkir (1982-83)

Hljómsveitin Berserkir var stofnuð upp úr Start sem klofnaði haustið 1982. Meðlimir sveitarinnar voru Kristján Edelstein hljómborðsleikari, Eiríkur Hauksson söngvari og gítarleikari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, Oddur F. Sigurbjörnsson trommuleikari og Rúnar Erlingsson bassaleikari. Fljótlega tók Richard Korn við bassaleikarahlutverkinu. Sveitin æfði undir þessu nafni í nokkrar vikur en fljótlega eftir áramót tóku þeir upp nafnið…