Stefán Bjarman (1894-1974)

Stefán Bjarman var fjölhæfur maður, kennari, tungumálamaður, tónlistarmaður og heimsmaður en líklega þekktastur sem þýðandi. Spor hans er víða að finna og þegar kemur að tónlistinni voru það Dalvíkingar og nærsveitungar sem helst fengu að njóta krafta hans. Stefán Árnason Bjarman var fæddur snemma árs 1894 að Nautabúi í Skagafirði en var alinn upp á…

Karlakórinn Bragi [2] (um 1930-40)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Karlakórinn Braga sem starfaði á Dalvík. Svo virðist sem kórinn hafi verið stofnaður snemma á fjórða áratug liðinnar aldar af Jóhanni Tryggvasyni, sem hafi svo stýrt honum lengst af. Stefán Bjarman hafi tekið við kórstjórninni árið 1937 og stýrt kórnum í tvö eða þrjú ár áður en hann…

Söngfélagið Sindri (1952-60)

Söngfélagið Sindri er undanfari Karlakórs Dalvíkur. Nokkrir áhugamenn á Dalvík stofnuðu þennan sönghóp 1952 og í nokkur ár æfði hópurinn og söng undir stjórn Stefáns Bjarman. Þegar Gestur Hjörleifsson tók við stjórn kórsins 1960 var nafninu breytt í Karlakór Dalvíkur og hefur hann gefið úr nokkrar plötur.