Stefán Bjarman (1894-1974)
Stefán Bjarman var fjölhæfur maður, kennari, tungumálamaður, tónlistarmaður og heimsmaður en líklega þekktastur sem þýðandi. Spor hans er víða að finna og þegar kemur að tónlistinni voru það Dalvíkingar og nærsveitungar sem helst fengu að njóta krafta hans. Stefán Árnason Bjarman var fæddur snemma árs 1894 að Nautabúi í Skagafirði en var alinn upp á…

