Afmælisbörn 12. febrúar 2025

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Franz Gunnarsson gítarleikari Ensíma fagnar stórafmæli dagsins en hann er fimmtugur á þessum degi. Franz hefur auk þess að vera einn af meðlimum Ensíma, verið í þekktum sveitum eins og Dr. Spock, Quicksand Jesus og Moody company en einnig minna þekktum á sínum yngri árum s.s. Dagfinni…

Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar (1971-2019)

Þær finnast varla langlífari hljómsveitirnar en Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar sem hefur reyndar runnið sitt skeið en starfaði í nærri því hálfa öld. Sveitin naut alla tíð mikilla vinsælda norðanlands en átti einnig löng tímabil þar sem landsmenn allir dönsuðu í takt við skagfirsku sveifluna eins og tónlist Geirmundar hefur verið kölluð frá því á níunda…

Afmælisbörn 12. febrúar 2024

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Franz Gunnarsson gítarleikari Ensíma er fjörutíu og níu ára gamall á þessum degi. Franz hefur auk þess að vera einn af meðlimum Ensíma, verið í þekktum sveitum eins og Dr. Spock, Quicksand Jesus og Moody company en einnig minna þekktum á sínum yngri árum s.s. Dagfinni dýralækni…

Súellen (1983-)

Hljómsveitin Súellen er án nokkurs vafa þekktasta sveit sem komið hefur frá Norðfirði en tónlistarlíf var æði blómlegt þar í bæ á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var ein af fjölmörgum fulltrúum landsbyggðarinnar sem gerðu garðinn frægan um og eftir miðjan níunda áratuginn, hún var þó ekki eiginleg gleðipoppsveit í anda Greifanna, Stuðkompanísins eða Skriðjökla…

Spíss (1982)

Hljómsveitin Spíss var pönksveit ungra tónlistarmanna á Norðfirði, stofnuð og starfandi árið 1982 í kjölfar sýningar kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík. Meðlimir sveitarinnar voru líklega á aldrinum tólf til þrettán ára gamlir og meðal þeirra var Steinar Gunnarsson sem síðar lék á bassa með hljómsveitinni Súellen. Upplýsingar óskast um aðra meðlimi Spíss.

Fiff [1] (1986-88)

Á árunum 1986 til 88 að minnsta kosti starfaði hljómsveit á Norðfirði undir nafninu Fiff, þessi sveit var sett á laggirnar þegar Súellen lagðist í dvala um tíma en meðlimir hennar komu að mestu úr þeirri sveit Meðlimir Fiff voru Guðmundur R. Gíslason söngvari, Kristófer Máni Hraundal gítarleikari, Jóhann Geir Árnason trommuleikari og Steinar Gunnarsson…

Bjarni Tryggva (1963-)

Söngvaskáldið Bjarni Tryggvason var á tímabili áberandi í íslensku tónlistarlífi en hann sendi frá sér tvær breiðskífur með stuttu millibili á níunda áratugnum sem vöktu nokkrar athygli. Minna hefur farið fyrir honum síðustu árin en alls liggja eftir hann fimm plötur. Bjarni Tryggvason (yfirleitt kallaður Bjarni Tryggva) er fæddur (1963) og uppalinn á Norðfirði og…

Ný augu (1986)

Hljómsveitin Ný augu var skammlíf sveit sem starfaði haustið 1986. Það var Bjarni Tryggvason sem var forsprakki Nýrra augna en sveitin var að hluta til stofnuð til að fylgja nýútkominni plötu hans, Nýtt líf: bauðst eitthvað betra?, eftir. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru Steinar Gunnarsson bassaleikari, Ingvar Jónsson hljómborðsleikari, Bergsteinn Björgúlfsson trommuleikari og Örn Hjálmarsson gítarleikari.…