Óskabörn (1993-94)

Sönghópurinn Óskabörn var kvartett fjögurra leikara við Þjóðleikhúsið en þau komu fram reglulega veturinn 1993-94 með söngskemmtanir, oft í Leikhúskjallaranum. Óskabörn skipuðu þau Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Hinrik Ólafsson, Sóley Elíasdóttir og Maríus Sverrisson en þau hættu störfum sumarið 1994 þegar sá síðast taldi fór utan til söngnáms. Aðalheiður Þorsteinsdóttir annaðist undirleik fyrir Óskabörnin.

Söngvakeppni Sjónvarpsins 2001 – Birta / Angel

Stemmingin fyrir undankeppni hér heima hafði verið með ágætum árið 2000 og snemma árs 2001 var gert heyrinkunnugt hvaða lög myndu keppa til úrslita en þeim hafði verið fjölgað um þrjú frá árinu áður og voru nú alls átta. Lögin sem voru kynnt í skemmtiþættinum Milli himins og jarðar voru; Aftur heim, flutt af Birgittu…