Stereo (1967-72)

Hljómsveit sem kallaðist Stereo og var ýmist sögð vera kvintett, kvartett og tríó starfaði um nokkurra ára skeið á bítla- og blómaárunum 1967-72 en virðist þó hafa verið nokkuð á skjön við ríkjandi tónlistartísku því sveitin lék gömlu dansana og hefur því væntanlega sérhæft sig í dansleikjum ætluðum örlítið eldri dansleikjagestum. Því miður liggja litlar…

Guðbergur Auðunsson (1942-)

Guðbergur Auðunsson var einn af fyrstu rokksöngvurum íslenskrar dægurlagasögu, hann var þó ekki lengi í rokkinu, varð einn fremsti auglýsingateiknari landsins og sneri sér enn síðar að myndlist og öðrum listum svo listaferill hans spannar fjölbreytileika. Guðbergur fæddist í Hveragerði 1942 en var uppalinn í Reykjavík, hann fór í héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði og…