Háskólakórinn (1972-)

Kórar höfðu verið starfræktir innan Háskóla Íslands svo til samfleytt frá þriðja áratug 20. aldarinnar en það voru lengst af karlakórar undir nafninu Stúdentakórinn. Á öndverðum áttunda áratugnum voru kröfur um blandaðan háskólakór þó orðnar sífellt hærri enda var þá kven- og jafnréttisbaráttan í mikilli sókn og svo fór að slíkur kór var loks settur…

Stúdentakórinn [2] (1964-73)

Stúdentakórinn (hinn síðari) var formlega settur á laggirnar í febrúar 1964 en þá höfðu í raun margir kórar verið starfandi innan háskólasamfélagsins allt frá árinu 1925 og með hléum. Með tilkomu nýs kórs sem nyti fastra fjárframlaga frá Háskóla Íslands að norrænni fyrirmynd og fengi þær skyldur að syngja við útskriftir, á fullveldishátíð skólans og…

Stúdentakórinn [1] (1925-63)

Sú umfjöllun sem hér fer á eftir um hinn svokallaða Stúdentakór er í raun umfjöllun um fjölmarga kóra sem störfuðu innan hins akademíska samfélags stúdenta hér á landi en það kórastarf var langt frá því að vera samfleytt þó svo að svo virðist vera við fyrstu sýn – í sem allra stysta máli mætti halda…

Stúdentakórinn [3] (1996-97)

Kammerkór undir nafninu Stúdentakórinn virðist hafa verið starfræktur veturinn 1996-97 undir stjórn Hákons Leifssonar og Egils Gunnarssonar en þeir höfðu báðir áður verið stjórnendur Háskólakórsins og var þessi nýi kór skipaður nokkrum fyrrverandi meðlimum þess kórs. Stúdentakórinn starfaði einungis þennan eina vetur sem kammerkór sem fyrr segir, og söng m.a. við messu í Skálholti um…

Landskórið (1930)

Landskór[ið] var hundrað og fimmtíu manna karlakór sem söng á Alþingishátíðinni 1930. Þessi kór innihélt meðlimi úr kórum innan Sambands íslenskra karlakóra sem þá var nýstofnað. Þessir kórar voru Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Ísafjarðar, Stúdentakórinn (Söngfélag stúdenta), Karlakór KFUM, Karlakórinn Geysir og Karlakórinn Vísir. Sigurður Birkis og Jón Halldórsson önnuðust æfingar og stjórn kórsins. Tveggja laga…