Hljómsveitakeppni Stundarinnar okkar [tónlistarviðburður] (1984-85)

Veturinn 1984 til 85 stóð Stundin okkar í Ríkissjónvarpinu fyrir þeirri nýbreytni að halda úti hljómsveitakeppni og vakti hún nokkra athygli. Sjö sveitir munu hafa tekið þátt í hljómsveitakeppninni en Glatkistan hefur aðeins upplýsingar um fjórar þeirra – Double 03, Snúran Snúran úr Garðabæ, Ofbirtu frá Akranesi og Hornsteina frá Höfn í Hornafirði. Enn fremur…

Söngfuglarnir [1] (1974-75)

Þau Kristín Lilliendahl og Árni Blandon slógu í gegn sem Söngfuglarnir um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar, þau sendu frá sér eina plötu undir því nafni og á henni er m.a. að finna eilífðarsmellinn Ég ætla að mála allan heiminn elsku mamma. Kristín og Árni sungu fyrst barnalög opinberlega um haustið 1974 þegar þau komu…

Stundin okkar [annað] (1966-)

Lífseigasti sjónvarpsþáttur íslenskrar fjölmiðlasögu er Stundin okkar en þátturinn hefur verið á dagskrá Ríkissjónvarpsins frá upphafi stofnunarinnar og allt fram á þennan dag. Stundin okkar sem lengst af hefur verið á dagskrá sjónvarpsins á sunnudagseftirmiðdögum, hóf göngu sína í desember 1966 og var í fyrstu í umsjón Hinriks Bjarnasonar, þátturinn hefur síðan þá verið nánast…

Glámur og Skrámur (1971-)

Þeir félagar Glámur og Skrámur eru vel kunnir fyrir framlag sitt í íslenskri leikbrúðusögu en þeir, og einkum Skrámur heyrast í útvarpi fyrir hver jól. Saga þeirra Gláms og Skráms nær aftur til 1970 þótt þeir hafi ekki birst landsmönnum fyrr en snemma árs 1971, forsagan var sú að Andrés Indriðason hafði skrifað nokkra leikþætti…