Skólahljómsveitir Skógaskóla (1949-64)

Skólahljómsveitir voru starfræktar við Héraðsskólann að Skógum (Skógaskóla) í nokkur skipti á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Skógaskóli hafði verið settur á laggirnar haustið 1949 og strax skólaárið 1950-51 var þar starfandi hljómsveit sem mun hafa verið tríó, engar upplýsingar er þó að finna um meðlimi þeirrar sveitar og er óskað eftir þeim hér…

Capella (1961)

Capella mun hafa verið eins konar skólahljómsveit við Héraðsskólann á Skógum 1961. Meðlimir sveitarinnar voru Haraldur Sigurðsson saxófónleikari (síðar skemmtikraftur), Smári Ólafsson píanóleikari, Sturla Böðvarsson trommuleikari (síðar þingmaður og ráðherra), Rúnar Gunnarsson saxófónleikari og Sigfús Ólafsson gítarleikari.

Ómó (1964-65)

Hljómsveitin Ómó var starfrækt í Ólafsvík 1964 og 65 en meðlimir hennar voru bræðurnir og gítarleikararnir Snorri Böðvarsson og Sturla Böðvarsson (síðar þingmaður og ráðherra), Trausti Magnússon bassaleikari, Kristmar J. Arnkelsson saxófónleikari og Stefán Alexandersson trommuleikari. Ómó breytti nafni sínu í Þyrnar, líklega haustið 1965.

Þyrnar [1] (1966)

Hljómsveitin Þyrnar var frá Ólafsvík og lék bítlatónlist fyrir heimamenn og nærsveitunga um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Þyrnar var stofnuð upp úr Ómó sem var líklega að mestu skipuð sömu meðlimum en þeir voru Snorri Böðvarsson gítarleikari, Trausti Magnússon bassaleikari, Stefán Alexandersson trommuleikari og Sturla Böðvarsson gítar- og harmonikkuleikari en sá síðast taldi var…