Capella (1961)

Capella

Capella mun hafa verið eins konar skólahljómsveit við Héraðsskólann á Skógum 1961.

Meðlimir sveitarinnar voru Haraldur Sigurðsson saxófónleikari (síðar skemmtikraftur), Smári Ólafsson píanóleikari, Sturla Böðvarsson trommuleikari (síðar þingmaður og ráðherra), Rúnar Gunnarsson saxófónleikari og Sigfús Ólafsson gítarleikari.