Capella Media (1987-92)

Capella Media 1992

Tónlistarhópurinn Capella Media var starfandi í Þýskalandi um árabil og kom tvívegis hingað til lands til tónleikahalds, ekki liggja fyrir allar upplýsingar um starfstíma hópsins en hér er miðað við þann tíma sem viðkemur Íslandi.

Capella Media, sem sérhæfði sig einkum í endurreisnar- og barokktónlist var stofnaður í Vín í Austurríki árið 1987 af Stefan Klar lútu- og gítarleikara sem þar var við nám en hann á íslenska konu og hafði búið hér á landi um skeið, með honum í sveitinni var annar lútuleikari, Klaus Hölzle sem einnig lék á flautu og svo íslenska sópran-söngkonan Rannveig Sif Sigurðardóttir, sem einnig voru við nám í Austurríki.

Hópurinn starfaði mestmegnis í Vestur-Þýskalandi og hélt þar víða tónleika enda voru þeir Klaus og Stefan Þjóðverjar, en kom hingað til lands sumarið 1989 og lék hér á nokkrum tónleikum víða um land. Þremur árum síðar (sumarið 1992) komu þau aftur og léku þá m.a. í tónleikaröðinni Sumartónleikar á Norðurlandi ásamt fleira tónlistarfólki, þá hafði fjölgað í hópnum og voru þau orðin fimm talsins en nýju meðlimirnir voru þau Christine Heinrich sem lék á víólu de gamba (einnig þýsk) og kontratenór-söngvarinn og Íslendingurinn Sverrir Guðjónsson.

Ekki liggur fyrir hversu lengi Capella Media starfaði eftir síðari Íslandsheimsókn sína.