Söngfélög Reykdæla (um 1880-1923)

Svo virðist sem nokkur söngfélög hafi verið starfandi í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu á síðustu áratugum 19. aldarinnar og fyrstu áratugum þeirrar 20, svo öflugt var sönglífið á köflum að um tíma voru tvö félög starfandi á sama tíma í dalnum en þess á milli var rólegra og líklega er um að ræða nokkur slík félög.…

Steinaldarmenn [1] (1972-73)

Snemma á áttunda áratugnum var starfrækt hljómsveit í Suður Þingeyjarsýslu sem gekk undir nafninu Steinaldarmenn, fyrir liggur að sveitin var starfandi veturinn 1972 til 73 og spilaði hún þá víðs vegar um norðanvert landið, hún gæti þó hafa verið starfandi um lengri tíma. Meðlimir Steinaldarmanna voru þeir Kristján Einar Kristjánsson harmonikkuleikari, Baldvin Einarsson orgel- eða…

Skólakór Hafralækjarskóla (1984-2012)

Blómlegt tónlistarlíf var í Hafralækjarskóla í Aðaldal í Suður-Þingeyjasýslu meðan hann starfaði undir því nafni (1972-2012) og einkum eftir að Guðmundur H. Norðdahl og síðar Robert og Juliet Faulkner komu til starfa við skólann, þá urðu til fjölmargar skólahljómsveitir og skólakór sem m.a. tóku þátt í metnaðarfullum söngleikjauppfærslum á árshátíðum skólans. Ekki liggur alveg ljóst…

Goðakvartettinn (1972-80)

Goðakvartettinn var söngkvartett starfandi innan Karlakórsins Goða sem starfræktur var innan fjögurra hreppa í Suður-Þingeyjasýslu, austan Vaðlaheiðar. Hér er gert ráð fyrir að Goðakvartettinn hafi verið stofnaður um svipað leyti og karlakórinn (1972) en meðlimir kvartettsins munu allir hafa verið starfandi kennarar innan Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði. Í upphafi skipuðu kvartettinn þeir Viktor A. Guðlaugsson fyrsti…

Karlakórinn Goði (1972-80)

Karlakórinn Goði var fremur óhefðbundinn karlakór sem starfaði á áttunda áratug síðustu aldar, og sendi frá sér þrjár plötur. Kórinn var stofnaður haustið 1972 og var skipaður söngmönnum úr fjórum hreppum austan Vaðlaheiðar. Goði fékk strax í upphafi tékkneskan stjórnanda, Robert Bezdék sem starfaði þá sem kennari við tónlistarskólann á Húsavík. Bezdék hafði ekki starfað…