Dalli og rythmadrengirnir (1984)

Reykvíska unglingahljómsveitin Dalli og rythmadrengirnir störfuðu sumarið 1984 og léku m.a. á Rykkrokk tónleikunum. Engar upplýsingar er að finna um þessa fimm manna sveit en í einni stuttri blaðagrein frá þessum tíma segir að sveitina skipi að mestu sömu meðlimir og skipuðu hljómsveitina Svefnpurkur. Sú sveit starfaði í Vogaskóla en engar aðrar upplýsingar liggja heldur…

Svefnpurkur (1983-84)

Hljómsveitin Svefnpur[r]kur starfaði 1983 og 84, tók þátt í Músíktilraunum haustið 1983 en komst ekki í úrslit. Sagan segir að nafnið hafi komið til sem eins konar skírskotun til Purrks Pillnikks. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi sveitarinnar aðrar en að þeir voru 12 og 13 ára nemendur í Vogaskóla.