Hljómsveit Guðmundar Eiríkssonar (1983-89)
Guðmundur Eiríksson var við tónlistarnám í Kaupmannahöfn um nokkurra ára skeið á níunda áratugnum og var á þeim tíma virkur í samfélagi Íslendinga í Danmörku. Hann kom fram á ýmsum samkomum og skemmtunum Íslendingafélagsins í borginni og starfrækti einnig hljómsveitir, sem léku djass og almenna danstónlist. Ein þessara hljómsveita, sem lék margoft á dansleikjum Íslendingafélagsins,…


