Hugrakka brauðristin Max (2009-)

Hljómsveit sem bar hið sérstaka nafn Hugrakka brauðristin Max, var sprottin upp af unglingahljómsveit sem hafði starfað á Siglufirði á árunum 1988 til 1992, og hét þá einfaldlega Max. Hljómsveitin Max var endurvakin eftir langt hlé árið 2009 og hlaut þá nafnið Hugrakka brauðristin Max, en ekki er ólíklegt að um sömu sveit sé að…

Max [3] (1988-92)

Unglingasveitin Max starfaði á Siglufirði fyrir og um 1990, en sveit með sama nafni hafði verið starfrækt í bænum tveimur áratugum fyrr. Max var stofnuð í upphafi árs 1988 upp úr hljómsveitinni Ekkó og höfðu meðlimir sveitarinnar í upphafi verið þeir Jón Pálmi Rögnvaldsson trommuleikari, Pálmi Steingrímsson söngvari, Rúnar Sveinsson bassaleikari, Hilmar Elefsen gítarleikari og…

Newshit (1994-96)

Hljómsveitin Newshit var starfandi á Siglufirði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar en sveitin átt lag á safnplötunni Lagasafnið 5 sem út kom 1996. Meðlimir Newshit, sem spilaði grunge rokk, voru Víðir Vernharðsson gítarleikari, Gottskálk Kristjánsson söngvari og gítarleikari, Jón Svanur Sveinsson bassaleikari og Sveinn Hjartarson trommuleikari. Sá síðast taldi hafði tekið við af Helga…

Plunge (1996-98)

Hljómsveitin Plunge frá Siglufirði var nokkuð í fréttum á árinu 1997 þegar sveitinni bauðst að vera á bandarískri safnplötu sem dreift var til kynningar fyrir útvarpsstöðvar og útgefendur. Tildrög þess voru þau að þeir félagar höfðu rekist á auglýsingu í bandarísku gítarblaði þar sem óskað var eftir efni frá tónlistarmönnum, Plunge-liðar sendu þrjú lög og…